Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 21. júní 2022 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Johnstone samþykkir langan samning hjá Palace
Mynd: EPA
Sam Johnstone er að ganga í raðir Crystal Palace og verður formlega leikmaður félagsins 1. júlí.

Johnstone kemur frá West Brom en samningur hans rennur út í lok mánaðar. Hann vildi taka skrefið upp í úrvalsdeildina og semur því við Palace.

Tottenham hafði einnig áhuga á Johnstone í vor en ákvað frekar að fá Fraser Forster í sínar raðir.

Johnstone hefur látið vita að hann ætli sér að berjast um aðalmarkmannsstöðuna hjá nýju félagi. Hjá Palace fer hann í samkeppni við Vicente Guaita.

Palace er nú reiðubúið að hlusta á öll tilboð í Jack Butland sem var varamarkmaður á síðasta tímabili. Samningur Johnstone verður til fjögurra ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner