Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 21. júlí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bjarni Mark Duffield (IK Brage)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Aron Pétursson.
Ólafur Aron Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Mark Duffield.
Anton Mark Duffield.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ævar Ingi Jóhannesson.
Ævar Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark er miðjumaður sem leikur með sænska liðinu IK Brage í næstefstu deild í Svíþjóð. Hann gekk í raðir félagsins frá KA eftir tímabilið 2018. Bjarni steig sín fyrstu skref með meistaraflokki KA sumarið 2014, lék svo með Fjarðabyggð árið 2015 en hélt svo til Kristianstad í Svíþjóð og var þar í tvö ár.

Árið 2018 tók hann þátt í öllum leikjum KA og skoraði eitt mark í Pepsi-deildinni. Bjarni er uppalinn á Siglufirði en kom svo í KA árið 2011. Í janúar lék hann sína fyrstu tvo A-landsliðsleiki og Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Bjarni Mark Antonsson (Duffield)

Gælunafn: Ekkert sérstakt, stundum verið kallaður BMD af vinum og svo Moli af mömmu

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Aleinn í Svíþjóð

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ætli ég hafi ekki verið 15 ára þegar ég spilaði fyrsta æfingaleikinn en 17 ára held ég þegar ég spilaði fyrst í deild eða bikar

Uppáhalds drykkur: Vitamin Well með rabarbara og jarðaberja bragði

Uppáhalds matsölustaður: Það er fátt sem toppar góða Pizzu á Íslandi svo ég ætla bara vera heiðarlegur og segja Dominos. Svo er bensínstöðin á Sigló, eða Bensó, líka mjög vanmetin

Hvernig bíl áttu: Keyri um á glænýjum langtímaleigðum Volkswagen Polo þessa stundina, en ég á ekkert í honum

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og The Last Dance

Uppáhalds tónlistarmaður: Íslenskur þá er það án efa Bubbi, það er óraunverulegt hvað hann á mikið af góðum lögum. Herra Hnetusmjör er líka minn maður. Erlendir myndi ég segja Chance the rapper eða Justin Bieber

Fyndnasti Íslendingurinn: Það er nú ekki gott að vera upphefja hann of mikið en Gunnar Birgisson fellow Siglfirðingur og yfirburðar besti sjónvarpsmaður landsins er fáranlega orðheppinn og ég hlæ í hvert einasta skipti sem hann sendir mér snapchat

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, kókosbollu og Hitt ef það er til, annars Bounty

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mysigt!! Kommer kanske förbi lilla parken då

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hélt alltaf að svarið mitt við þessari spurningu yrði einfallt Þór, en núna eftir að Ólafur Aron minn fór í Þór finnst mér eins og allir geti endað í hvaða liði sem er. En ég held ég sé öruggur þegar ég segi að ég mun aldrei spila með Leiftri Ólafsfirði.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kristoffer Olsson klobbaði mig illa þegar við spiluðum við AIK fyrir nokkrum árum, gef honum þetta. Hann hefur líka spilað með mínum mönnum í Arsenal

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef haft marga góða, í yngri flokkunum var það klárlega Pabbi (Mark Duffield) hann gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag. Í meistarflokki náði ég mjög vel saman með bæði Binna Gests og Srdjan Tufegdzic á Íslandi. En svona á heildina litið verð ég að segja Klebér Saarenpää sem þjálfar mig hjá IK Brage núna, hann er búinn að gjörbreyta mér sem leikmanni.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur enginn sérstakur í hug, mér finnst allir óþolandi í hinu liðinu þegar ég er að spila, ég er sennilega ekkert rosalega vinsæll hjá þeim heldur

Sætasti sigurinn: Allir á móti Þór í gegnum tíðina og svo 2-1 sigurinn með IK Brage í fyrra sem tryggði okkur sæti í umspilinu um að komast upp í Allsvenskan

Mestu vonbrigðin: Tapa umspilinu um að komast upp í Allsvenskan í fyrra, vera svo sendir upp fyrir að komast í umspilið vegna peningavandamála annars liðs, bara til að vera síðan sendir aftur niður

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Daníel Hafsteinsson eða Ólaf Aron Pétursson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Knattspyrnumaður: Ísak Bergmann Jóhannesson
Knattspyrnukona: Sif Atladóttir, aldur er bara tala, hún er rugl ung í anda og ennþá á uppleið

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Siglfirðingurinn Hlynur Örn Hlöðversson er gullmyndarlegur. Insta: hlynurorn1

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Mér datt ekkert gott svar í hug svo ég ráðfærði mig við Tinnu systir mína og hún sannfærði mig um að augljósa svarið við þessari spurningu væri Ásgerður Stefanía eða Adda leikmaður Vals, svo hún fær þetta. Sorry Almarr þetta er samt klárlega hrós á þig

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi, það er enginn einu sinni nálægt honum

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Minn maður Leo Pllana frá Kosovo er seigur

Uppáhalds staður á Íslandi: Fallegasti staður landsins, Siglufjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég fékk gult spjald í fyrra fyrir fullkomna tæklingu og öskraði á sænsku: „hvað er í gangi í Svíþjóð!” eins hátt og ég gat þannig allir á vellinum heyrðu það og fóru að hlægja. Þetta var ekki vinsælt hjá dómarateyminu, en ég hef aldrei verið vinsæll þar hvort er og verð það sennilega aldrei

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hlusta á tónlist eða les

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mjög mikið með handbolta, smá með körfubolta og svo er ég aðeins að detta inn í formúluna núna eftir að ég sá þættina á Netflix

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var ekki sterkur í myndmennt en það var líka áður en ég gerðist málari

Vandræðalegasta augnablik: Það sem kemur fyrst upp í hausinn á mér, sem er við hæfi að skrifa hér er þegar ég leit í kringum mig eftir rugl erfiða æfingu í klefanum fyrir nokkrum vikum síðan, til að gá hvort að þjálfarinn væri þar. Ég sá hann ekki og hélt því áfram að segja strákunum frá því að mamma hafði sent mér páskaegg til Svíþjóðar og lýsa því með innlifun hvað íslenskt páskaegg væri og að ég ætlaði ekki að hika við að borða það allt sama kvöld. Strákarnir byrjuðu allir að flissa og reyna halda í sér hlátrinum því hann stóð auðvitað bara þarna í horninu og heyrði þetta allt saman

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Daníel Hafsteinsson til að halda uppi stemningunni. Ævar Inga Jóhannesson því hann er rugl gáfaður og myndi finna út einhverja leið fyrir okkur til að lifa af, svo er hann mjög skemmtilegur líka þannig hann er tveir fyrir einn. Síðast en ekki síst myndi ég svo taka Ólaf Aron Pétursson því hann er búinn að vera í skipa bransanum í mörg ár og gæti sennilega reddað skipi til að koma ná í okkur á no time þegar við værum orðnir leiðir á eyjunni og vildum fara heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er hálfur Breti

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hallgrímur Jónasson, hef sjaldan kynnst jafn miklum toppmanni á ævi minni. Hann á 4 börn, hund, er í háskóla, þjálfar afrekshópa og er svo manna peppaðastur að æfa og spila

Hverju laugstu síðast: Sagði við sjúkraþjálfarann að ég myndi ekki taka auka æfingu seinni partinn í gær

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Föst leikatriði

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Þessi er erfið. Ætli ég myndi ekki bara taka tebolla með samlanda mínum James Milner og spyrja hann hvað hann er að gefa þessum kropp sínum að borða og hvernig hann æfir því hann er í sóðalegu standi
Athugasemdir
banner
banner
banner