
Njarðvík tóku á mót Gróttu á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld þegar 13.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Þetta var fyrsti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í brúnni hjá Njarðvík en því miður fyrir hann og lið Njarðvíkur var það ekki beint óskabyrjun.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 3 Grótta
„Mjög svekkjandi. Mér fannst við gera meira en nóg til þess að vinna leikinn. Við fengum nóg af færum," sagði fyrirliði Njarðvíkur Marc McAusland eftir leik.
„Þetta er örugglega í fyrsta skipti á þessu tímabili þar sem við töpum og mér fannst við eiga að vinna eða allavega taka eitthvað út úr leiknum. Ég held að fyrsta skotið þeirra á ramman í síðari hálfleik var þegar Grímur skoraði með frábæru skoti."
„Það er alltaf erfiðara að lenda undir snemma og sérstaklega eftir innkast sem var bara skortur á einbeitningu frá okkur en við komum tilbaka og skoruðum og komumst inn í leikinn aftur og mér fannst við stjórna leiknum og spiluðum vel og þeir skora í skyndisókn og við missum aðeins hausinn og Hreggi fær rautt spjald og þeir skora svo aftur eftir horn og leikurinn er búinn."
Njarðvíkingar skiptu um þjálfara í vikunni en Arnar Hallsson var látinn fara frá félaginu og Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við.
„Ferskur vindblær fyrir mig og það sést munurinn á liðinu í kvöld, við vorum mun betri og það er allt önnur tilfinning á svæðinu núna og ég held að ef við spilum eins og við spiluðum í kvöld þá ættum við vonandi að ná að draga okkur upp úr þeirri stöðu sem við erum í."
Það var mikið rætt og ritað um ástandið í Njarðvík á meðan Arnar var með liðið og oft nefnt að ástandið væri stormasamt. Sambandið á milli Arnars og McAusland var ekki gott eins og leikmaðurinn segir sjálfur frá.
„Þetta veltur á því hvern þú spyrð, en ég persónulega lagði mikla vinnu í það sem ég var að gera og var vonsvikinn með að vera tekinn úr liðinu af engri ástæðu. Ég held að þetta hafi verið persónulegt og jafnvel meira svo núna þegar ég sendi honum skilaboð á mánudaginn að þakka honum fyrir - ég veit að sambandið okkar var ekkert frábært - en ég þakkaði honum fyrir hluti sem ég lærði af honum sem ég mun taka áfram í minn þjálfaraferil og ég fékk ekkert svar til baka. Svo fyrir mig sýnir það að þetta hafi verið persónulegt og það hafi verið ástæðan fyrir því að ég var tekinn út úr liðinu. Ég fékk ósanngjarna meðferð að mínu mati frá honum."
Nánar er rætt við Marc McAusland í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir