Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   sun 21. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag um De Ligt: Þurfum að bíða og sjá
Mynd: Getty Images
Óljóst er hvort Manchester United takist að landa hollenska varnarmanninum Matthijs De Ligt frá Bayern München í sumar en þetta segir Erik ten Hag, stjóri United, í viðtali við AD.

De Ligt og Ten Hag þekkjast vel frá tíma þeirra saman hjá Ajax, en De Ligt er nú orðaður við United.

Samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Ten Hag rætt við leikmanninn, sem er sagður opinn fyrir því að fara til Englands, en það veltur allt á kaupverðinu.

Ten Hag reyndi að fá De Ligt þegar hann kom fyrst til United, en það var um seinan þar sem leikmaðurinn hafði þegar náð samkomulagi við Bayern.

„Við þurfum að bíða og sjá með það hvort De Ligt komi. Ég þekki Matthijs vel og ætla ekki að neita því. Ég vildi fá hann fyrir tveimur árum, en á þeim tíma var hann kominn langleiðina til Bayern. Ótrúlegt en satt þá var það ekki ég sem setti nafn hans í hattinn í þessu ferli,“ sagði Ten Hag við AD.
Athugasemdir
banner
banner