Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   lau 19. júlí 2025 17:31
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur með strákana, sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur gegn Vestra á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Vestri

„Sáttur með hversu góð tök við höfðum á leiknum og mikla stjórn við höfðum á leiknum. Við vorum agaðir, tókum okkur góðar stöður þegar við vorum með boltann hátt á vellinum, góðar varnarstöður líka þannig það er bara mjög margt sem ég var sáttur með, og góðar stöður sem við sköpuðum okkur sóknarlega líka,“ hélt hann svo áfram.

Blikar undirbúa sig nú fyrir næsta Evrópueinvígi en þeir mæta Lech Poznan á útivelli á þriðjudaginn og svo aftur á heimavelli á miðvikudegi viku seinna. Hvernig meta Blikar sína möguleika í því einvígi?

„Við erum að fara að spila við hrikalega sterkt lið. Við þurfum bara að fara inn í þann leik og reyna að læra eitthvað af honum. Fara á fullu, reyna að vinna leikinn af sjálfsögðu, ná í úrslit úti og eiga séns hérna heima. Þetta er lið sem að er stór á evrópskum mælikvarða en við höfum sýnt það í Evrópu að við getum náð í úrslit á flestum stöðum þannig að við förum inn í þann leik bjartsýnir en við þurfum bara að vera sannir okkur, sannir okkar gildum, spila okkar leik og reyna að ná einhverju út úr þessum leik.“

Viðtalið við Arnór Svein má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner