Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 19. júlí 2025 17:31
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur með strákana, sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur gegn Vestra á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Vestri

„Sáttur með hversu góð tök við höfðum á leiknum og mikla stjórn við höfðum á leiknum. Við vorum agaðir, tókum okkur góðar stöður þegar við vorum með boltann hátt á vellinum, góðar varnarstöður líka þannig það er bara mjög margt sem ég var sáttur með, og góðar stöður sem við sköpuðum okkur sóknarlega líka,“ hélt hann svo áfram.

Blikar undirbúa sig nú fyrir næsta Evrópueinvígi en þeir mæta Lech Poznan á útivelli á þriðjudaginn og svo aftur á heimavelli á miðvikudegi viku seinna. Hvernig meta Blikar sína möguleika í því einvígi?

„Við erum að fara að spila við hrikalega sterkt lið. Við þurfum bara að fara inn í þann leik og reyna að læra eitthvað af honum. Fara á fullu, reyna að vinna leikinn af sjálfsögðu, ná í úrslit úti og eiga séns hérna heima. Þetta er lið sem að er stór á evrópskum mælikvarða en við höfum sýnt það í Evrópu að við getum náð í úrslit á flestum stöðum þannig að við förum inn í þann leik bjartsýnir en við þurfum bara að vera sannir okkur, sannir okkar gildum, spila okkar leik og reyna að ná einhverju út úr þessum leik.“

Viðtalið við Arnór Svein má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner