Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
   lau 19. júlí 2025 17:31
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur með strákana, sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur gegn Vestra á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Vestri

„Sáttur með hversu góð tök við höfðum á leiknum og mikla stjórn við höfðum á leiknum. Við vorum agaðir, tókum okkur góðar stöður þegar við vorum með boltann hátt á vellinum, góðar varnarstöður líka þannig það er bara mjög margt sem ég var sáttur með, og góðar stöður sem við sköpuðum okkur sóknarlega líka,“ hélt hann svo áfram.

Blikar undirbúa sig nú fyrir næsta Evrópueinvígi en þeir mæta Lech Poznan á útivelli á þriðjudaginn og svo aftur á heimavelli á miðvikudegi viku seinna. Hvernig meta Blikar sína möguleika í því einvígi?

„Við erum að fara að spila við hrikalega sterkt lið. Við þurfum bara að fara inn í þann leik og reyna að læra eitthvað af honum. Fara á fullu, reyna að vinna leikinn af sjálfsögðu, ná í úrslit úti og eiga séns hérna heima. Þetta er lið sem að er stór á evrópskum mælikvarða en við höfum sýnt það í Evrópu að við getum náð í úrslit á flestum stöðum þannig að við förum inn í þann leik bjartsýnir en við þurfum bara að vera sannir okkur, sannir okkar gildum, spila okkar leik og reyna að ná einhverju út úr þessum leik.“

Viðtalið við Arnór Svein má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner