Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Vestri
Þrátt fyrir að hafa haft tökin allan leikinn náðu Blikar ekki að skora meira en eitt mark. Aðspurður hvernig tilfinningin inni á vellinum hafi verið og hvort að 1-0 staðan hafi verið óþæginleg segir Damir:
„Nei nei, mér fannst það kannski ekkert óþægilegt. Mér fannst við vera með leikinn eins og þú segir, undir kontról og bara sigla þessu heim hérna í lokinn.“
Leikur dagsins var fyrsti leikur Damirs fyrir Breiðablik í sumar en vænta má að hann hafi fylgst vel með sínum mönnum fram að því. Hvernig metur hann þetta tímabil hingað til?
„Það er bara ekkert eðlilega stressandi að vera uppi í stúku og horfa á þá, ég skal viðurkenna það en við erum búnir að gera vel og erum að halda í við liðin fyrir ofan okkur.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.