City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Andra Fannar á leiðinni til Nürnberg fyrir 70 milljónir
Andri Fannar er 23 ára gamall og var fyrirliði U21 landsliðs Íslands.
Andri Fannar er 23 ára gamall og var fyrirliði U21 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint er frá því á vefsíðu mbl.is að Andri Fannar Baldursson sé líklega á leið til Nürnberg á næstu dögum eftir að þýska félagið lagði fram 70 milljón króna tilboð í leikmanninn. Morgunblaðið hefur það eftir þýska miðlinum Bild.

70 milljónir króna samsvara um hálfri milljón evra en Andri Fannar er miðjumaður, sem er bæði góður varnar- og sóknarlega, með 10 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.

Hann hefur í heildina komið við sögu í 16 leikjum með Bologna en lék síðast fyrir félagið 2021. Síðan þá hefur hann leikið á láni hjá ýmsum félögum og var hann síðast hjá Elfsborg í sænska boltanum í fyrra.

Andri var að renna út á samningi í síðasta mánuði þegar Bologna nýtti sér ákvæði í samningnum sem framlengdist þá sjálfkrafa um eitt ár.

Auk Nürnberg hefur ítalska félagið Frosinone verið nefnt til sögunnar sem áhugasamur aðili ásamt ýmsum félögum í norður-amerísku MLS deildinni.
Athugasemdir