Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Davide Zappacosta til Roma (Staðfest)
Davide Zappacosta er mættur til Roma
Davide Zappacosta er mættur til Roma
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Roma er búið að ganga frá lánssamningi við Davide Zappacosta en hann kemur frá Chelsea. Félögin staðfestu þetta í dag.

Zappacosta er 27 ára gamall en hann gerði frábæra hluti með Torino áður en Chelsea keypti hann árið 2017.

Chelsea greiddi 28 milljónir evra fyrir hann en honum tókst ekki að finna sig í bláa búningnum og lék aðeins 52 leiki og skoraði 2 mörk á þessum tveimur tímabilum.

Hann var varamaður á síðustu leiktíð og hefur enska félagið nú ákveðið að lána hann til Roma út tímabilið en Roma á möguleika á að kaupa hann á lánstímanum.

Zappacosta á 13 landsleiki fyrir ítalska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner