Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 12:10
Magnús Már Einarsson
Uppaldir Völsungar skora mest í Pepsi Max-deildinni
Elfar Árni og Hallgrímur Mar hafa samtals skorað sextán mörk í sumar.
Elfar Árni og Hallgrímur Mar hafa samtals skorað sextán mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
204 íslenskir leikmenn hafa spilað í Pepsi Max-deild karla í sumar og hafa þeir skorað 219 mörk. Þetta kemur fram í tölfræðimola hjá Leifi Grímssyni á Twitter.

Flestir leikmenn í deildinni eru uppaldir hjá Breiðabliki eða 23 talsins. Fylkir kemur þar næst með 18 leikmenn og FH er í þriðja sæti með 15.

Flest mörk hafa komið frá leikmönnum sem er uppaldir hjá Völsungi á Húsavík eða 26 talsins. Þar munar mest um Hallgrím Mar Steingrímsson og Elfar Árna Aðalsteinsson hjá KA en þeir eru báðir komnir með átta mörk.

Uppaldir leikmenn Breiðabliks hafa skorað samtals 21 mark í sumar en hér að neðan má sjá listana hjá Leifi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner