Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southampton heldur áfram að hafna stórum tilboðum
Fernandes í leik gegn Man City á síðustu leiktíð.
Fernandes í leik gegn Man City á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Southampton hefur hafnað 30 milljón punda tilboði frá West Ham í Mateus Fernandes. Frá þessu segir Sky Sports.

Fernandes er 21 árs gamall Portúgali sem er verulega eftirsóttur. Hann er samningsbundinn Southampton og var orðaður við Nottingham Forest í síðustu viku.

Fernandes þykir gríðarlega efnilegur og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Portúgal. Hann er uppalinn hjá Sporting CP og var keyptur til Southampton í fyrrasumar fyrir um það bil 15 milljónir punda.

Graham Potter, þjálfari West Ham, telur það vera forgangsmál að fá nýjan miðjumann inn fyrir gluggalok og er Fernandes efstur á lista.

Þetta er ekki eina stóra tilboðið sem Southampton hafnar í sumar en félagið hafnaði um 45 milljón punda tilboði frá Everton í kantmanninn Tyler Dibling. Everton ákvað að ganga frá borðinu eftir það.

Southampton leikur í Championship-deildinni eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner