Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Íslendingar að gera góða hluti í norsku B-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslendingavaktin skoðaði tölfræði leikmanna í norsku B-deildinni og stóðu íslensku leikmennirnir uppúr í nokkrum þáttum.

Daníel Leó Grétarsson hefur verið meðal bestu leikmanna deildarinnar og er með 5,83 í meðaleinkunn af 7 mögulegum eftir 23 leiki.

Daníel Leó leikur fyrir Álasund rétt eins og Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Aron Elís er með 6 mörk og 5 stoðsendingar á meðan Hólmbert er með 6 mörk og 1 stoðsendingu.

Davíð Kristján Ólafsson er samherji þeirra hjá Álasundi og er með 6 stoðsendingar.

Aron Sigurðarson hefur verið burðarstólpur Start í sumar og er meðal bestu sóknarmanna deildarinnar. Hann er með 12 mörk og 7 stoðsendingar og er meðal hæstu manna í báðum flokkum.

Viðar Ari Jónsson leikur þá hjá Sandefjord og er kominn með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Íslendingalið Álasundar er svo gott sem búið að vinna deildina, með ellefu stiga forystu þegar sjö umferðir eru eftir. Start og Sandefjord eru jöfn á stigum í öðru og þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner