Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 21. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Skyldusigur fyrir Bayern
FC Bayern getur náð toppsæti þýsku deildarinnar með sigri á heimavelli gegn nýliðum Kölnar.

Bayern hefur farið rólega af stað og er með átta stig eftir fjórar umferðir. Köln er aðeins með þrjú stig eftir sigur gegn Freiburg í lok ágúst.

Bayer Leverkusen er með sjö stig og fær nýliða Union Berlin í heimsókn á meðan Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg heimsækja Freiburg. Augsburg vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Eintracht Frankfurt í síðustu umferð og er liðið komið með fjögur stig.

Topplið RB Leipzig heimsækir Werder Bremen í síðasta leik dagsins. Werder er búið að vinna tvo leiki í röð og er með sex stig á meðan Leipzig er með tíu stig.

Leipzig vann fyrstu þrjá leikina og gerði jafntefli við Bayern um síðustu helgi.

Leikir dagsins:
13:30 FC Bayern - Köln
13:30 Bayer Leverkusen - Union Berlin
13:30 Freiburg - Augsburg
13:30 Hertha Berlin - Paderborn
16:30 Werder Bremen - RB Leipzig
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
8 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
9 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
11 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
12 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner