Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 21. september 2020 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Sig: Vindurinn stýrði leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með framlag liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Þór en veðuraðstæður í Eyjum voru afar erfiðar.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Þór

Eyjamenn voru taldir afar líklegir til að fara upp fyrir tímabilið en liðið hefur gert níu jafntefli í sumar og vegur það ansi mikið en jafntefli var aftur staðreyndin í dag.

Helgi var þrátt fyrir það ánægður með stigið og taldi það sanngjarnt en liðið á fimm leiki eftir og virðist möguleiki liðsins lítill á að fara upp.

„Erfiðar aðstæður í dag og hundsvekktur með að komast tvisvar yfir og þeir jafna tvisvar. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og maður vissi aldrei hvert boltinn var að fara þannig þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið en vantaði gæði út frá aðstæðum. Í heildina litið kannski sanngjarnt," sagði Helgi.

„Það var bara þannig að vindurinn stýrði leiknum í dag og erfitt að spila fótbolta í svona veðri. Bæði lið voru að reyna, menn voru að leggja sig hundrað prósent fram og reyna að gera hlutina vel. Margt tókst og sumt ekki og eftir sitjum við með eitt stig eins og oft áður sumar."

Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks fyrir tæklingu á Alvaro Montejo. Helgi var ekki sáttur með þann dóm.

„Það er hægt að rífast í dómaranum hingað og þangað en þú færð ekkert fyrir það. Ef hann dæmdi rautt þá er það rautt en mér fannst hann vera mikið að dæma aukaspyrnur á okkur í seinni hálfleik en hann hafði engin afgerandi áhrif á leikinn. Við erum ósáttir með að hafa fengið þetta rauða spjald. Þetta er brot en hann er samt að fara frá markinu."

Næsti leikur Eyjamanna er gegn Þrótturum.

„Við lítum á það þannig að við ætlum að fara í næsta leik til að vinna. Það er alltaf markmiðið og við hættum ekki. ÍBV er stór klúbbur og við þurfum að halda áfram og við fáum ekki meira út úr þessum leik og næst er að sækja sigur á móti Þrótti," sagði Helgi í lokin.
Athugasemdir