Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. september 2020 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir fengu fá færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var gríðarlega sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum en KR með betri markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu, þetta er búið að vera ótrúlega erfið vika og vikur, mikið álag og ferðalög og við bara náðum einhvernveginn að tengja ofboðslega vel saman inn í klefa fyrir leikinn og á æfingu í gær þar sem allir lögðust á eitt með að gera betur en í síðustu tveimur leikjum, við erum búnir að tapa síðustu tveimur leikjum en samt búnir að spila vel, bara gert smávægileg mistök en við lokuðum algjörlega á það í þessum leik.''

„Blikar voru meira með boltann eins og við var að búast en við lokuðum vel á þá og lokuðum á öll þau svæði sem þeir vilja spila í, þeir áttu ekki mörg færi en þeir eru með marga góða einstaklinga sem geta breytt leikjum þannig þú þarft að vera á tánum í 94 mínútur og við vorum það svo sannarlega í dag. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þeir fengu fá færi en þó einhver.''


Hversu mikilvægt er það fyrir KR að ná evrópusæti?

„Það skiptir öllu máli á þessum erfiðu tímum sem eru núna, covid og allt þetta, fáir áhorfendur og stundum engir áhorfendur. Við fórum ekki áfram í evrópukeppni sem er blóðugt og þá náttúrulega eru þetta peningar og tekjur sem klúbbarnir nota sem hjálpartæki fyrir næsta ár og til að koma sér í gegnum þennan erfiða rekstur sem er hjá félögunum. KR hefur verið í evrópukeppni meira og minna síðustu árin og við viljum ekkert breyta því.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar meðal annars betur um leikinn, evrópuleikinn, brottfallið fyrir íslenskan fótbolta í evrópu og félagaskipti Rúnars Alex til Arsenal.
Athugasemdir
banner