Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 21. september 2020 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir fengu fá færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var gríðarlega sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum en KR með betri markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu, þetta er búið að vera ótrúlega erfið vika og vikur, mikið álag og ferðalög og við bara náðum einhvernveginn að tengja ofboðslega vel saman inn í klefa fyrir leikinn og á æfingu í gær þar sem allir lögðust á eitt með að gera betur en í síðustu tveimur leikjum, við erum búnir að tapa síðustu tveimur leikjum en samt búnir að spila vel, bara gert smávægileg mistök en við lokuðum algjörlega á það í þessum leik.''

„Blikar voru meira með boltann eins og við var að búast en við lokuðum vel á þá og lokuðum á öll þau svæði sem þeir vilja spila í, þeir áttu ekki mörg færi en þeir eru með marga góða einstaklinga sem geta breytt leikjum þannig þú þarft að vera á tánum í 94 mínútur og við vorum það svo sannarlega í dag. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þeir fengu fá færi en þó einhver.''


Hversu mikilvægt er það fyrir KR að ná evrópusæti?

„Það skiptir öllu máli á þessum erfiðu tímum sem eru núna, covid og allt þetta, fáir áhorfendur og stundum engir áhorfendur. Við fórum ekki áfram í evrópukeppni sem er blóðugt og þá náttúrulega eru þetta peningar og tekjur sem klúbbarnir nota sem hjálpartæki fyrir næsta ár og til að koma sér í gegnum þennan erfiða rekstur sem er hjá félögunum. KR hefur verið í evrópukeppni meira og minna síðustu árin og við viljum ekkert breyta því.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar meðal annars betur um leikinn, evrópuleikinn, brottfallið fyrir íslenskan fótbolta í evrópu og félagaskipti Rúnars Alex til Arsenal.
Athugasemdir
banner