Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   mán 21. september 2020 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir fengu fá færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var gríðarlega sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum en KR með betri markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu, þetta er búið að vera ótrúlega erfið vika og vikur, mikið álag og ferðalög og við bara náðum einhvernveginn að tengja ofboðslega vel saman inn í klefa fyrir leikinn og á æfingu í gær þar sem allir lögðust á eitt með að gera betur en í síðustu tveimur leikjum, við erum búnir að tapa síðustu tveimur leikjum en samt búnir að spila vel, bara gert smávægileg mistök en við lokuðum algjörlega á það í þessum leik.''

„Blikar voru meira með boltann eins og við var að búast en við lokuðum vel á þá og lokuðum á öll þau svæði sem þeir vilja spila í, þeir áttu ekki mörg færi en þeir eru með marga góða einstaklinga sem geta breytt leikjum þannig þú þarft að vera á tánum í 94 mínútur og við vorum það svo sannarlega í dag. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þeir fengu fá færi en þó einhver.''


Hversu mikilvægt er það fyrir KR að ná evrópusæti?

„Það skiptir öllu máli á þessum erfiðu tímum sem eru núna, covid og allt þetta, fáir áhorfendur og stundum engir áhorfendur. Við fórum ekki áfram í evrópukeppni sem er blóðugt og þá náttúrulega eru þetta peningar og tekjur sem klúbbarnir nota sem hjálpartæki fyrir næsta ár og til að koma sér í gegnum þennan erfiða rekstur sem er hjá félögunum. KR hefur verið í evrópukeppni meira og minna síðustu árin og við viljum ekkert breyta því.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar meðal annars betur um leikinn, evrópuleikinn, brottfallið fyrir íslenskan fótbolta í evrópu og félagaskipti Rúnars Alex til Arsenal.
Athugasemdir
banner