Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 21. september 2020 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir fengu fá færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var gríðarlega sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum en KR með betri markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu, þetta er búið að vera ótrúlega erfið vika og vikur, mikið álag og ferðalög og við bara náðum einhvernveginn að tengja ofboðslega vel saman inn í klefa fyrir leikinn og á æfingu í gær þar sem allir lögðust á eitt með að gera betur en í síðustu tveimur leikjum, við erum búnir að tapa síðustu tveimur leikjum en samt búnir að spila vel, bara gert smávægileg mistök en við lokuðum algjörlega á það í þessum leik.''

„Blikar voru meira með boltann eins og við var að búast en við lokuðum vel á þá og lokuðum á öll þau svæði sem þeir vilja spila í, þeir áttu ekki mörg færi en þeir eru með marga góða einstaklinga sem geta breytt leikjum þannig þú þarft að vera á tánum í 94 mínútur og við vorum það svo sannarlega í dag. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þeir fengu fá færi en þó einhver.''


Hversu mikilvægt er það fyrir KR að ná evrópusæti?

„Það skiptir öllu máli á þessum erfiðu tímum sem eru núna, covid og allt þetta, fáir áhorfendur og stundum engir áhorfendur. Við fórum ekki áfram í evrópukeppni sem er blóðugt og þá náttúrulega eru þetta peningar og tekjur sem klúbbarnir nota sem hjálpartæki fyrir næsta ár og til að koma sér í gegnum þennan erfiða rekstur sem er hjá félögunum. KR hefur verið í evrópukeppni meira og minna síðustu árin og við viljum ekkert breyta því.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar meðal annars betur um leikinn, evrópuleikinn, brottfallið fyrir íslenskan fótbolta í evrópu og félagaskipti Rúnars Alex til Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner