Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
banner
   mið 21. september 2022 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er hörkulið, þetta er atvinnumannalið"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals í kvöld.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af liðinu mínu, sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 0-1 tap gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í dag.

Fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppninnar fór fram í dag. Valur spilaði ekki vel í fyrri hálfleiknum, en liðið steig upp í seinni og voru þær óheppnar að fá ekki að minnsta kosti jafntefli úr leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Slavia Prag

„Mér fannst við passívar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik sköpuðum við okkur fjögur eða fimm góð færi. Við hefðum átt að labba út af með lágmark jafntefli en svona er þetta stundum," segir Pétur.

Var einhver ástæða fyrir því að liðið var svona passívt í fyrri hálfleik?

„Þetta var mikilvægur leikur og við vorum kannski hræddar að einhverju leyti, en í seinni hálfleik vorum ekkert hræddar. Við fórum fram og gerðum það sem við ætluðum að gera. Þegar þær spila sinn leik þá eigum við möguleika á að komast áfram."

„Stundum er fótboltinn svona. Stundum færðu eitt færi og skorar eitt mark. Svo færðu tíu færi og skorar ekkert. Þetta var þannig leikur í dag, en við sýndum það allavega að við eigum stóran möguleika á að komast áfram þó það verði erfitt í Tékklandi. Ef við byrjum á að skora eitt mark þá er jafntefli. Það er stutt í þetta."

Hversu gott er þetta Slavia Prag lið?

„Þetta er hörkulið, þetta er atvinnumannalið. Þær eru með rútínu sem þær gera vel. Þær eru með mjög góða leikmenn."

Hér að ofan má sjá viðtalið en þar talar Pétur meðal annars um meiðslin sem Mist Edvardsdóttir varð fyrir í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner