Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 21. október 2021 12:06
Elvar Geir Magnússon
Charlton búið að reka Adkins
Nigel Adkins hefur verið rekinn frá Charlton eftir aðeins sjö mánuði við stjórnvölinn. Charlton hefur aðeins unnið tvo af fyrstu þrettán leikjum sínum í ensku C-deildinni og er í þriðja neðsta sæti.

Adkins var aðeins sjö mánuði í starfinu en hann var ráðinn í mars eftir að Lee Bowyer tók við Birmingham.

Hann var nálægt því að stýra Charlton í úrslitakeppnina á síðasta ári en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Á þessu tímabili hefur hinsvegar lítið gengið.

„Ég vil þakka Nigel fyrir hans öflugu vinnu, jákvæðni og fagmennsku. Það eru vonbrigði fyrir okkur öll að hlutirnir hafi ekki gengið vel á þessu tímabili, Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni," segir Daninn Thomas Sandgaard sem er eigandi Charlton.

Adkins er þekktast fyrir stjórnartíð sína hjá Southampton 2010-2013 en hann hefur meðal annars stýrt Reading, Sheffield United og Hull City.
Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Cardiff City 7 5 2 0 12 2 +10 17
2 Bradford 8 5 2 1 14 10 +4 17
3 Barnsley 7 5 1 1 14 9 +5 16
4 Stevenage 7 5 1 1 10 5 +5 16
5 Doncaster Rovers 8 5 1 2 9 8 +1 16
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Huddersfield 8 5 0 3 15 11 +4 15
7 Lincoln City 8 4 3 1 11 8 +3 15
8 Luton 7 4 0 3 10 6 +4 12
9 Wigan 8 3 3 2 13 9 +4 12
10 Stockport 8 3 3 2 13 12 +1 12
11 Wimbledon 8 4 0 4 10 10 0 12
12 Bolton 8 2 5 1 10 7 +3 11
13 Mansfield Town 8 3 2 3 12 10 +2 11
14 Leyton Orient 8 3 2 3 10 13 -3 11
15 Northampton 7 3 1 3 5 6 -1 10
16 Exeter 8 3 0 5 9 9 0 9
17 Plymouth 8 3 0 5 11 17 -6 9
18 Rotherham 7 2 1 4 6 10 -4 7
19 Wycombe 8 1 2 5 8 11 -3 5
20 Port Vale 8 1 2 5 6 9 -3 5
21 Reading 7 1 2 4 7 12 -5 5
22 Burton 6 1 1 4 5 10 -5 4
23 Blackpool 7 1 1 5 7 14 -7 4
24 Peterboro 8 1 1 6 6 15 -9 4
Athugasemdir
banner