Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. nóvember 2021 16:22
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Venezia lagði Bologna - Góður sigur Sampdoria
Antonio Candreva skoraði seinna mark Sampdoria
Antonio Candreva skoraði seinna mark Sampdoria
Mynd: EPA
Nýliðar Venezia unnu Bologna
Nýliðar Venezia unnu Bologna
Mynd: EPA
Þremur leikjum er lokið í Seríu A á Ítalíu en Íslendingalið Venezia lagði Bologna, 1-0, á útivelli. Sassuolo og Cagliari gerðu þá 2-2 jafntefli.

Sampdoria vann nýliða Salernitana, 2-0. Francesco Di Tacchio skoraði sjálfsmark á 40. mínútu áður en Antonio Candreva tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.

Sassuolo og Cagliari gerðu 2-2 jafntefli í spennandi leik. Ítalski framherjinn Gianluca Scamacca skoraði fyrir Sassuolo á 37. mínútu áður en Keita Balde jafnaði þremur mínútum síðar með fallegri bakfallsspyrnu. Domenico Berardi kom Sassuolo aftur yfir úr víti á 52. mínútu en gestirnir fengu einnig víti og var það Joao Pedro sem jafnaði leikinn í 2-2.

Arnór Sigurðsson og BJarki Steinn Bjarkason sátu þá sem fastast á bekknum er Venezia vann Bologna, 1-0. David Okereke skoraði sigurmarkið á 61. mínútu.

Venezia er í 13. sæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Salernitana 0 - 2 Sampdoria
0-1 Francesco Di Tacchio ('40 , sjálfsmark)
0-2 Antonio Candreva ('43 )

Sassuolo 2 - 2 Cagliari
1-0 Gianluca Scamacca ('37 )
1-1 Keita Balde ('40 )
2-1 Domenico Berardi ('52 , víti)
2-2 Joao Pedro ('56 , víti)

Bologna 0 - 1 Venezia
0-1 David Okereke ('61 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner