Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 21. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Dramatík hjá Jökli - Sigurmark fyrir aftan miðju
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Jökull Andrésson stóð vaktina vel í marki Morecambe í 2-1 sigri liðsins á Fleetwood Town í ensku C-deildinni í gær en lið hans skoraði draumamark undir lok leiks.

Jökull, sem er á láni hjá Morecambe frá Reading, hefur spilað feykivel á þessari leiktíð í C-deildinni.

Staðan var 1-1 í leiknum gegn Fleetwood í gær þegar tæpar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Cole Stockton, liðsfélagi Jökuls, fékk boltann fyrir aftan miðju og sá að markvörðurinn var kominn langt út úr markinu, þannig hann lét vaða og í netið fór boltinn.

Magnaður sigur hjá Morecambe en markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner