Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Ívari Erni Árnasyni, fyrirliða KA, frá félögum á Norðurlöndunum.
Ívar er fyrirliði KA og er hann m.a. á blaði hjá félagi í toppbaráttu dönsku B-deildarinnar.
Það er einnig áhugi á honum frá félögum í næstefstu deildum Noregs og Svíþjóðar.
Ívar er fyrirliði KA og er hann m.a. á blaði hjá félagi í toppbaráttu dönsku B-deildarinnar.
Það er einnig áhugi á honum frá félögum í næstefstu deildum Noregs og Svíþjóðar.
Ívar, sem er uppalinn hjá KA, verður þrítugur í apríl. Hann skrifaði árið 2024 undir samning við KA sem gildir út tímabilið 2026.
Hann var fyrir um ári síðan skotmark Breiðabliks en KA hafnaði tilboði í sinn mann. Ívar á að baki 73 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði KA undanfarin ár.
Athugasemdir



