Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 09:00
Elvar Geir Magnússon
Slot hrósaði Salah eftir sigurinn í Marseille - „Segir mikið um hann“
Salah í leiknum gegn Marseille.
Salah í leiknum gegn Marseille.
Mynd: EPA
Hann fékk gott færi sem hann náði ekki að nýta.
Hann fékk gott færi sem hann náði ekki að nýta.
Mynd: EPA
Kastljósið beindist að Mohamed Salah í 3-0 útisigri Liverpool gegn Marseille í Meistaradeildinni í gær. Egyptinn lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool eftir Afríkukeppnina og spilaði allan leikinn.

Þetta var fyrsti sigur Liverpool í leik með Salah í byrjunarliðinu síðan 4. nóvember.

Mikið fjaðrafok var í kringum Salah áður en hann fór í Afríkukeppnina og viðtalið umtalaða eftir leikinn gegn Leeds skapaði mikla ólgu. En nú virðist loks sem það mál sé að baki og að leikmaðurinn og stjórinn Arne Slot geti horft fram veginn.

Hefði vænlega skorað úr þessu færi
Þó Salah hafi ekki skorað í gær fékk hann hrós frá Slot.

„Það segir sitt um hversu mikill fagmaður Salah er að hann getur verið fjarverandi í mánuð með öðru liði og vera svo klár til að spila 90 mínútur eftir eina æfingu með okkur," segir Slot.

„Hann komst svo nálægt því að skora í þessum leik. Venjulega hefði hann skorað úr færinu sem hann fékk en þetta skipti ekki máli því við skoruðum þrjú mörk."

Steven Warnock, sérfræðingur BBC, var einnig ánægður með frammistöðu Salah.

„Salah fann sig vel í Liverpool liðinu og passaði vel inn. Til að ná því besta fram í honum þarf stöðugleika. Ég býst við því að Slot muni nota hann aftur svona," sagði Warnock í Match of the Day.

Florian Wirtz og Dominik Szoboszlai unnu fyrir aftan Hugo Ekitike og Salah í leiknum í gær. Jeremie Frimpong og Milos Kerkez fengu mikið pláss til að athafna sig á köntunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner