Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 22. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Eyþór Wöhler (ÍA)
Mynd: Haukur Gunnarsson
Valgeir Valgeirsson var vel pirrandi
Valgeir Valgeirsson var vel pirrandi
Mynd: Brentford
Róbert Orri upp á Skaga?
Róbert Orri upp á Skaga?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall þreyttur á velli en ágætur fyrir utan
Kristall þreyttur á velli en ágætur fyrir utan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rifist við Arnór Gauta
Rifist við Arnór Gauta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði var svindlkall á æfingum
Jason Daði var svindlkall á æfingum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eyþór Aron er sóknarmaður sem gekk í raðir ÍA árið 2019 frá uppeldisfélaginu Aftureldingu. Á síðustu leiktíð lék hann með Aftureldingu að láni.

Hann á tíu leiki að baki með unglingalandsliðunum. Eyþór lék sumarið 23 leiki í deild og bikar með Aftureldingu og skoraði þrjú mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Eyþór Aron Wöhler

Gælunafn: Wöhler, Wöllerinn, Eyddi Pjé, stundum Seinþór.

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 3. mars 2018 á móti Dalvík

Uppáhalds drykkur: Fanta Lemon

Uppáhalds matsölustaður: Ginger

Hvernig bíl áttu: Honda Civic

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Æði 2 með Patta mínum

Uppáhalds tónlistarmaður: Hnetan og Scooter

Uppáhalds hlaðvarp: Docarinn og Snorri Björns öflugir

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliðason og Hjammi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, jarðaber og kökudeig

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ræðum þetta undir 4” frá Birki Ágústssyni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi aldrei nokkurn tímann spila með Magna Grenivík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Bergmann. Jason Daði var líka svindkall á æfingum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói Kalli, Siggi Jóns og Davíð Snorri

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson var vel pirrandi þó að maður hafi unnið hann í flest skipti.

Sætasti sigurinn: 3-2 sigur á FH í úrslitum íslandsmótsins í 3.flokki.

Mestu vonbrigðin: Tapa í bikarúrslitum með 2. fl 2019 og að sjá hvernig Birkir Ágústsson náði að klúðra ferlinum með meiðslum og öðru veseni, hefði verið næsti Jay Spearing.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Róbert Orra með mér upp á Skaga

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir Valgeirsson svo myndi ég segja að efnilegasti þjálfari landsins væri Frans Wöhler

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Leó Ernir Reynisson er ógeðslega myndarlegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta og Ásdís Birna Þórarinsdóttir leikmaður Fjölnis

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sigurður Hrannar is a FUCKBOY!

Uppáhalds staður á Íslandi: Mosó grill

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var hiti í horni og dómarinn stoppaði leikinn og ég ætlaði að grípa í punginn á leikmanni í hinu liðinu en svo var dómarinn kominn allt í einu inn í teiginn að ræða við menn og ég greip í fjölskyldudjásninn hjá honum. Slapp reyndar með gult spjald.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei því miður

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef haft annað augað á handboltanum og pílunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Superfly

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræðin

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég klúðraði einn á móti marki í bikarúrslitum í 2. flokki, það var virkilega sárt og vandræðanlegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: ég tæki líklegast Arnór Gauta Jónsson til að rífast aðeins við, Sindra Snæ Villhjámsson til að kvarta og kveina og svo tæki ég Róbert Orra Þorkels til að halda öllu í góðu standi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég á tvo landsleiki í handbolta

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég myndi segja Kristall Ingason Statham, vel þreyttur inn á vellinum en ágætur fyrir utan.

Hverju laugstu síðast: að ég væri búinn að taka til í herberginu við mömmu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi líklega spyrja Martin Skrtel afhverju hann fór frá Liverpool, hann væri flottur í hafsentnum hjá Liverpool núna.
Athugasemdir
banner
banner