,,Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mörk. Seint í leiknum - skiptir ekki máli. Við spiluðum þennan leik vel og auðvitað er það svekkjandi að missa niður 1-0 forskot, manni fleirri, er hættuleg staða," sagði Kristján Guðmundsson eftir 1-1 jafntefli Keflavík gegn FH.
,,Við erum bara stoltir yfir leik okkar, að gefa FH svona erfiðan leik."
Kristján segist ekki vilja búa til pressu á lið sitt þrátt fyrir gott gengi í upphafi móts.
,,Þú getur ekki látið mig svara þessu og búið til pressu á mig. Við setjum okkur ákveðin markmið inn í næsta hluta af mótinu. Við erum í efri hlutanum og það var stefnan fyrir mótið að koma okkur úr þessari fallbaráttu seinustu árin. Bakarinn telur í október."
Mikill hiti var í mönnum þegar á leið á leikinn. Kristján vildi sjá beint rautt spjald á Hólmar Örn í liði FH í aðdraganda þess að Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk rautt sjald.
,,Það á að vera beint rautt á Hólmar, engin afgangur af því. Það er mög döpur dómgæsla að hann skuli ekki reka hann útaf."
,,Síðan ögrugðu þeir Einar að sjálfsögðu, með áminningu, og þeim tekst að ná annarri áminningu á hann og það er ekki gott. Einar þarf nú aðeins að fara að hugsa sinn gang að menn eru að ögra honum og lokka hann útaf."
,,Þetta var rétt annað gult sjald en þetta var algjör óþarfi. Auðvitað vorum við svekktir, vð ákváðum að halda honum inn á vellinum með áminningu þrátt fyrir að það væri búið að gera allt til að koma honum útaf."
Kristján bætti því við að hann hafi ekki heyrt það sem varð þess valdandi að Einar Orri var rekinn af velli.
Athugasemdir