Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 22. maí 2019 09:33
Oddur Stefánsson
Hazard í Dortmund (Staðfest)
Thorgan Hazard var í dag kynntur sem nýr leikmaður Dortmund í þýskalandi.

Thorgan Hazard lék áður með Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni og sló þar í gegn þar sem hann skoraði 10 og lagði upp 10 í 33 leikjum á þessu tímabili í deildnni.

Hann hefur einnig leikið 21 landsleik með belgíska landsliðinu og skorað 3 mörk.

Thorgan er miðjubróðirinn í Hazard fjölskyldunni þar sem stóri bróðir hans Eden Hazard hefur verið að gera það gott hjá Chelsea.

Eden Hazard hefur verið mikið orðaður til Real Madrid og verður spennandi að sjá hvort að báðir bræðurnir munu skipta um félag í glugganum.



Dortmund lenti í 2. sæti í deildinni eftir að þeir misstu niður forustu sína á meisturunum Bayern Munich.
Athugasemdir
banner
banner