Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 22. maí 2022 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Sigurhátíð hjá Man City á morgun
Englandsmeistarar Manchester City ætla að hafa sigurhátíð í Manchester-borg á morgun.

Félagið varð Englandsmeistari annað árð í röð með því að vinna magnaðan 3-2 endurkomusigur á Aston Villa í lokaumferðinni.

Liðið var tveimur mörkum undir þegar fimmtán mínútur voru eftir en kom til baka og skoraði þrjú mörk á nokkrum mínútum.

Man City endar því efst með 93 stig, einu stigi meira en Liverpool.

Það verður sigurhátíð í Manchester-borg á morgun og fagnar liðið titlinum í opinni rútu sem mun keyra um borgina.

Liverpool mun halda samskonar rútuferð sólarhring eftir úrslitaleik liðsins við Real Madrid í Meistaradeild Evrópu eftir viku.
Athugasemdir