mán 22. júní 2020 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Óvíst hvort Zlatan verði áfram hjá Milan
Zlatan Ibrahimovic gæti farið frá Milan eftir tímabilið
Zlatan Ibrahimovic gæti farið frá Milan eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Frederic Massara, yfirmaður knattspyrnumála hjá Milan, segir óvíst að Zlatan Ibrahimovic verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Zlatan, sem er 38 ára gamall, gerði samning við Milan í janúar en sá samningur gildir út tímabilið.

Hann hefur gert fjögur mörk í tíu leikjum með Milan. Zlatan er þessa stundina á meiðslalista Milan en hann mun snúa aftur í næsta mánuði og klára tímabilið með ítalska liðinu.

Það er óvíst hvort hann framlengi við Milan en sænskir fjölmiðlar halda því fram að hann gangi til liðs við Hammarby, sem er einmitt að hluta til í eigu Zlatans.

„Ibrahimovic er meistari. Það sést að liðið hefur bætt sig gríðarlega eftir að hann kom en við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og ræða stöðuna," sagði Massera.

„Hann vildi hjálpa Milan á erfiðum tímum og það er ljóst að öll lið myndu græða á því að hafa hann þar sem hann er stórkostlegur leikmaður," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner