Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, verður frá keppni næstu tvær vikurnar vegna meiðsla á öxl. Þetta kemur fram á mbl.is.
Valgeir skoraði í 3-0 sigrinum á KR á laugardag en hann varð að fara af velli á 74. mínútu vegna meiðsla á öxl.
Valgeir skoraði í 3-0 sigrinum á KR á laugardag en hann varð að fara af velli á 74. mínútu vegna meiðsla á öxl.
Valgeir fór í myndatöku í dag og útlit er fyrir að hann verði frá keppni í tvær vikur.
„Þetta er að öllum líkindum bara tognun í öxlinni sem er jákvætt. Læknarnir tjáðu mér að ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá verði ég frá í sirka tvær vikur og það er það sem ég er að miða við eins og staðan er í dag,“ sagði Valgeir við mbl.is.
Valgeir verður ekki með HK gegn Magna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudag og gegn Val á sunnudaginn í Pepsi Max-deildinni. Þá er óvíst með leikinn gegn Gróttu þann 4. júlí.
Athugasemdir