Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 12:21
Elvar Geir Magnússon
Palace og Leeds skildu jöfn í Ástralíu
Luis Sinisterra.
Luis Sinisterra.
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarliðin Crystal Palace og Leeds gerðu 1-1 jafntefli í æfingaleik sem fram fór í Ástralíu í dag.

Simon Stone, fréttamaður BBC, segir að ekki hafi verið um fallegan fótboltaleik að ræða. Rodrigo kom Leeds yfir úr vítaspyrnu á 56. mínútu en Jean-Pierre Mateta jafnaði á 67. mínútu af stuttu færi eftir skyndisókn.

Palace hefði átt að tryggja sér sigurinn í blálokin en Tyrick Mitchell brást bogalistin í dauðafæri.

Kólumbíski vængmaðurinn Luis Sinisterra sem Leeds fékk frá Feyenoord fór meiddur af velli í leiknum og einnig samherji hans Adam Forshaw.

Í byrjunarliði Crystal Palace fékk sautján ára miðjumaður, David Ozoh, tækifærið.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Clyne, Ward, Andersen, Mitchell, Rak-Sakyi, Milivojevic, Ozoh, Ayew, Mateta, Edouard.

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Kristensen, Llorente, Koch, Struijk, Foreshaw, Adams, Sinisterra, Aaronson, Harrison, Bamford.


Athugasemdir
banner
banner