Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. júlí 2022 11:27
Brynjar Ingi Erluson
Rooney að fá Guðlaug Victor frá Schalke
Guðlaugur Victor Pálsson er á leið í MLS-deildina
Guðlaugur Victor Pálsson er á leið í MLS-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Íslenski miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er að ganga til liðs við bandaríska félagið D.C. United á næstu dögum en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, hefur verið á mála hjá þýska félaginu Schalke síðan í maí á síðasta ári en hann kom til félagsins frá Darmstadt.

Hann átti stóran þátt í því að koma Schalke aftur í efstu deild og gegndi þar hlutverki fyrirliða.

Leikmaðurinn er uppalinn í Fjölni en fór ungur að árum til Fylkis. Eftir nokkur ár í Árbæ var hann seldur AGF í Danmörku. Árið 2009 keypti enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hann eftir að hann sló í gegn á reynslu hjá félaginu.

Síðan þá hefur hann spilað með félögum á borð við Dagenham & Redbridge, Helsingborg, NEC Nijmegen, Hibernian, Zürich og Esbjerg.

Guðlaugur spilaði einnig eitt tímabil með New York Red Bulls í Bandaríkjunum og er hann nú aftur á leið í MLS-deildina. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann að ganga til liðs við D.C. United.

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nýr þjálfari D.C. United, en hann var ráðinn á dögunum eftir að hann hætti með Derby County.

Þetta verður annar leikmaðurinn sem Rooney fær til félagsins síðan hann tók við en Ravel Morrison, fyrrum lærisveinn hans hjá Derby, gekk í raðir D.C. United á dögunum.

Guðlaugur á 29 A-landsleiki og skorað 1 mark til þessa en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan í október á síðasta ári. Hann ákvað að gefa ekki kost á sér í liðið vegna persónulegra ástæðna, en Guðlaugur setti fjölskylduna í fyrsta sæti og nýtti tímann að hitta son sinn sem býr í Kanada.
Athugasemdir
banner
banner
banner