Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 10:42
Elvar Geir Magnússon
Dómarar frá Póllandi, Tékklandi, Færeyjum og Lúxemborg á leið til Íslands
Pólski dómarinn Damian Kos dæmir á Hlíðarenda.
Pólski dómarinn Damian Kos dæmir á Hlíðarenda.
Mynd: Getty Images
Fjögur íslensk félagslið; Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur, leika heimaleiki í Sambandsdeild UEFA á fimmtudag. Um er að ræða fyrri leiki liðanna í 2. umferð forkeppninnar en útileikirnir fara fram í næstu viku.

Það er stór hópur dómara og eftirlitsmanna á leið til Íslands vegna þessa stóra Evrópukvölds en hér má sjá hverjir dæma komandi leiki:

Fim 25.7.2024

18:45 Víkingur R. - Egnatia (Albanía)
Jóhan Hendrik Ellefsen frá Færeyjum.

18:45 Valur - St. Mirren (Skotland)
Damian Kos frá Póllandi.

19:00 Stjarnan - Paide (Eistland)
Jérémy Muller frá Lúxemborg.

19:15 Breiðablik - Drita (Kosóvó)
Jan Petrik frá Tékklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner