Mosfellingar jöfnuðu undir lokin

Afturelding tók á móti Keflavík í 11.umferð Lengjudeildarinnar í dag og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli. Magnús Már þjálfari Aftureldingar var ánægður með sitt lið.
„Þetta var held ég skemmtilegur leikur að horfa á. Öllu fjörugri heldur en síðustu leikir hjá okkur. Nóg af færum á báða bóga og þetta var svona borðtennisleikur í seinni hálfleik þar sem liðin sóttu fram og til baka. Þreyta í báðum liðum í lokin enda þriðji leikurinn á viku og menn kannski ekki vanir að spila í 20 gráðum og sól". Sagði Magnús meðal annars um leikinn.
„Þetta var held ég skemmtilegur leikur að horfa á. Öllu fjörugri heldur en síðustu leikir hjá okkur. Nóg af færum á báða bóga og þetta var svona borðtennisleikur í seinni hálfleik þar sem liðin sóttu fram og til baka. Þreyta í báðum liðum í lokin enda þriðji leikurinn á viku og menn kannski ekki vanir að spila í 20 gráðum og sól". Sagði Magnús meðal annars um leikinn.
Afturelding hefur spilað vel í sumar á móti liðum í efri hluta deildarinnar án þess að fá stig út úr leikjunum. Magnús var sáttur með þá breytingu „Já já en mikill vill meira og maður vill bara þrjú stig. En að sjálfsögðu er gott að ná þessu stigi og fara heim með eitthvað frekar en ekkert". Sagði Magnús.
Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir