Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Patrick Pedersen borinn af velli og verður líklega lengi frá
Patrick Pedersen í baráttunni í kvöld
Patrick Pedersen í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vestri er með forystu gegn Val þegar um það bil tuttugu mínútur eru eftir af úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Jeppe Pedersen skoraði markið með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateiginn í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

Jeppe er yngri bróðir markahróksinis Patrick Pedersen sem var í byrjunarliði Vals. Það er hins vegar gríðarlegt áfall fyrir Patrick og Val að hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Þessi meiðsli líta hræðilega út þar sem hann datt niður þegar hann var að spretta á eftir boltanum. Miðað við viðbrögðin hans er líklegt að hann hafi slitið hásin.

Tímabilið gæti verið búið hjá honum en hann náði því að verða markahæstur í sögu efstu deildar í sumar. Hann hefur skorað 18 mörk í deildinni í ár og var því á góðri leið að bæta markamet Benonýs Breka Andréssonar yfir flest mörk á einu tímabili. Benoný skoraði 21 mark síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner