Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sancho fer ekki í þessum glugga
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Sebastian Kehl, stjórnarmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, ítrekar það að Jadon Sancho sé ekki á förum frá félaginu í þessum glugga.

Manchester United hefur verið í viðræðum við Dortmund síðustu vikur en þýska félagið er fast á því að það vill 120 milljónir evra fyrir leikmanninn.

United var ekki tilbúið að greiða þá upphæð og sigldu viðræður í strand. Dortmund gaf United frest til 10. ágúst til að ganga frá kaupum á honum en United náði ekki samkomulagi við þýska félagið.

Það er ljóst að Sancho mun spila með Dortmund á þessari leiktíð og fer hann því ekki í þessum glugga.

„Jadon hefur æft vel og er alger fagmaður. Hann er ánægður með að spila fótbolta hér," sagði Kehl.

„Hann gæti auðvitað farið einn daginn og leitað að nýrri áskorun en hann er ánægður hjá Borussia Dortmund og við erum ánægð með að vera með hann."

„Hann er hérna og verður hér áfram. Þetta var mikilvæg yfirlýsing frá félaginu því þetta er mikil ábyrgð. Liðið er verra án Jadon,
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner