Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 19:02
Elvar Geir Magnússon
Spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur dæmdur í bann eftir myndbandsupptöku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Mcausland, spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í 2. deild karla, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks í leik Njarðvíkur og Kára þann 13. september.

Njarðvík er í fjórða sæti 2. deildar og í baráttunni um að komast upp. Liðið er fjórum stigum frá öðru sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Mcausland er lykilmaður hjá Njarðvíkingum en hann er dæmdur vegna myndbandsupptöku sem vísað var til aganefndar KSÍ.

Er það mat nefndarinnar að um sé að ræða alvarlegt agabrot sem hvorki dómari né aðstoðarmenn hans sáu.

Hér má sjá atvikið sem Mcausland fékk tveggja leikja bann fyrir en hann missir af leikjum gegn Víði og Dalvík/Reyni.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner