Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. september 2021 15:31
Arnar Laufdal Arnarsson
Breiðablik Íslandsmeistari í 3. flokki
Mynd: Óskar Ófeigur
Breiðablik varð Íslandsmeistari í 3. flokki sl. sunnudag þegar liðið vann Stjörnuna í frábærum úrslitaleik þar sem lokatölur voru 3-2 fyrir Blikum eftir framlengdan leik.

Í undanúrslitum áttust við Stjarnan og HK þar í hörku leik sem endaði með 3-2 sigri Garðbæinga eftir framlengdan leik. Í hinum undanúrslitaleiknum áttust við Breiðablik og Haukar þar sem leikar enduðu með 5-0 sigri Blika.

Eins og áður kom fram var þessi úrslitaleikur frábær skemmtun milli tveggja frábærra liða, Stjarnan komst yfir með marki frá Daníel Frey Kristjánssyni en tíu mínútum seinna jafnaði Ásgeir Galdur Guðmundsson leikinn fyrir Blika og staðan 1-1 í hálfleik.

Þegar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Kristófer Máni Pálsson, Breiðablik yfir en stuttu seinna jafnaði Róbert Frosti Þorkelsson metin úr vítaspyrnu. Meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit.

Undir lok framlengingar var það svo Bjarki Freyr Sigurðarson sem skoraði þriðja mark Blika sem endaði á að vera lokamark leiksins og Blikar urðu því Íslandsmeistarar í 3. flokki karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner