Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fös 22. september 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Valsliðið hafa grafið djúpt - „Viljum ekki fara í riðlakeppni og vera með þrjár á bekknum"
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu á þriðjudag. Hún var spurð út í sumarið með Val.

Valur varð Íslandsmeistari þriðja tímabilið í röð og var þetta annað tímabilið í röð sem Arna spilar með liðinu.

Arna var spurð hvort það væri einhver svartur blettur, eitthvað sem hún horfði svekkt á til baka eftir nokkuð öfluga titilvörn hjá meisturunum.

„Bikarinn, það voru vonbrigði að fara ansi snemma úr honum. En heilt yfir er þetta búið að vera frábært. Við náðum okkar markmiði að vinna titilinn aftur."

„Miðað við hvernig undirbúningstímabilið spilaðist og hvernig við fórum inn í mótið... Við þurftum að grafa svolítið djúpt til þess að halda áfram sem lið, við gerðum vel og urðum að lokum verðskuldaðir Íslandsmeistarar."


Ánægð með liðsstyrkinn í glugganum
Valur styrkti liðið sitt mikið í sumarglugganum. Breytti það miklu fyrir liðið?

„Auðvitað gerði það það. Við vorum með frábært lið, ekki hægt að skafa neitt af því, en Pétur vill vera með stóran hóp. Við erum að fara í Meistaradeildarverkefni þar sem möguleiki er á sæti í riðlakeppni."

„Við viljum ekki fara í riðlakeppni og vera með þrjár á bekknum. Við þurftum að stækka aðeins hópinn og þær hafa allar komið gríðarlega vel inn í liðið. Það tók kannski smá tíma að pússa sig saman en bara ótrúlega flottar og styrktu okkur vel."


Svíður þegar horft er til baka
Valur komst í 2. umferðina í forkeppni Meistaradeildinni í fyrra en féll úr leik gegn tékkneska liðinu Slavia Prag. Lokatölur í einvíginu urðu 1-0 Slavia í vil. Voru það mikil vonbrigði?

„Já, það voru rosalega mikil vonbrigði. Við gerðum nóg til þess að vinna þær fannst mér, lið sem var ekki betra en við. Maður er svekktastur með heimaleikinn, við lendum í áfalli þegar Mist (Edvardsdóttir) meiðist. Þær skoruðu tveimur mínútum seinna og það setti stórt strik í reikninginn. Við vorum kannski svolítið lengi að komast upp úr því, en við áttum að skora 2-3 mörk í seinni hálfleiknum."

„Að horfa til baka svíður smá, en við getum bara dregið mikinn lærdóm af því og tekið það með okkur í þetta verkefni,"
sagði Arna.

Nánar um komandi Evrópuleiki:
Arna Sif: Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner