Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 22. september 2025 22:21
Kári Snorrason
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur gerðu hádramatískt jafntefli á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Valur jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar langt var liðið á uppbótartímann. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var svekktur að leik loknum.

„Svolítið 'Deja vu' frá leik hérna fyrir fjórum umferðum, sem gerir þetta ennþá sárara. Ég er að sama skapi stoltur af liðinu. Við mættum mjög orkumiklir og hugrakkir, mættum í maður á mann og stigum hátt á þá.“

„Spiluðum vel varnarlega og sóknarlega. Auðvitað ekki auðvelt að skora á Valsliðið. Þeir eru með fjögurra manna varnarlínu af fjórum mjög öflugum hafsentum, sem kunna að verja markið sitt og gerðu það vel.“


Breiðablik fékk á sig vítaspyrnu eftir að Valgeir Valgeirsson fékk boltann í hendina eftir hornspyrnu Vals. Í aðdraganda hornspyrnunnar fær Hólmar Örn Eyjólfsson boltann greinilega í hendina en ekkert var dæmt.

„Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en það kemur fyrirgjöf frá vinstri sem fer í teiginn og ég get ekki séð betur en að Hólmar fari upp og slái boltann með hendinni. Þaðan fer boltinn í Valgeir og þaðan kemur hornspyrnan sem vítið kemur upp úr. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, ég en þetta verður til þess að þeir fái hornspyrnuna sem vítið kemur upp úr.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner