Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 22. október 2019 14:05
Magnús Már Einarsson
Alexander Már og Ólafur Íshólm á leið í Fram
Alexander Már Þorláksson í leik með KF í sumar.
Alexander Már Þorláksson í leik með KF í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexander Már Þorláksson og Ólafur Íshólm Ólafsson eru nálægt því að ganga frá samningi við Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Ólafur Íshólm varði mark Fram fyrri hlutann í sumar áður en Breiðablik kallaði hann til baka úr láni í júlí.

Hinn 24 ára gamli Ólafur ákvað á dögunum að rifta samningi sínum við Breiðablik eftir tvö og hálft ár í Kópavogi.

Ólafur Íshólm er uppalinn hjá Fylki en hann fór í Breiðablik vorið 2017.

Alexander Már var langmarkahæstur í 3. deildinni í ár með 28 mörk í 21 leik. Alexander hjálpaði KF upp um deild með mörkum sínum.

Alexander þekkir líkt og Ólafur til hjá Fram en hann spilaði með liðinu í Pepsi-deildinni árið 2014.

Síðan þá hefur hinn 24 ára gamli Alexander spilað með KF, Hetti, ÍA og Kára.
Athugasemdir
banner