Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 22. október 2020 15:25
Magnús Már Einarsson
Wijnaldum: Eins og Fabinho hafi spilað alla ævi í miðverði
„Það er eins og hann hafi spilað þarna alla ævi miðað við frammistöðu hans," sagði Gini Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, um liðsfélaga sinn Fabinho eftir 1-0 sigurinn á Ajax í gær.

Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho lék við hlið Joe Gomez í hjarta varnarinnar í fjarveru Virgil van Dijk og Joel Matip.

Fabinho átti frábæran leik en í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í vörninni hjá Liverpool hefur liðið fjórum sinnum haldið hreinu.

„Það er frábært að hafa leikmann sem getur spilað mismunandi stöður," sagði Wijnaldum.

„Hann spilar vel í öllum stöðum sem hann spilar svo það er gott fyrir liðið."
Athugasemdir
banner