Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 09:51
Elvar Geir Magnússon
Blikar sigurstranglegri í komandi Evrópuleik
Þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.
Þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Finnsku meistararnir í KuPS.
Finnsku meistararnir í KuPS.
Mynd: EPA
Veðbankar telja Breiðablik sigurstranglegra liðið þegar það mætir finnsku meisturunum Kuopion Palloseura, betur þekkt sem KuPS, í Sambandsdeild Evrópu.

Leikurinn verður á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:45 en þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, sem tók við á mánudag eftir að Halldór Árnason var nokkuð óvænt látinn taka pokann sinn.

Miðað við stuðla veðbanka má búast við mjög jöfnum leik. Epicbet er með stuðulinn 2,24 á sigur Blika en 2,80 á sigur KuPS. Jafntefli fær stuðulinn 3,90.

Leikurinn á morgun er í 2. umferð Sambandsdeildarinnar en Breiðablik tapaði 3-0 á útivelli gegn Lausanne í Sviss í fyrstu umferðinni.

KuPS er ríkjandi meistari í Finnlandi og þá er liðið á barmi þess að tryggja sér sinn áttunda meistaratitil. Liðið er með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn Drita í fyrstu umferð.

Dómarateymi leiksins á morgun kemur frá Danmörku en aðaldómari er Sandi Putros sem hefur áður dæmt hér á landi og lent í ýmsum ævintýrum.
Athugasemdir
banner
banner