Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil í orðaskiptum við Piers Morgan á meðan Arsenal strögglar
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Á meðan Arsenal gerði markalaust jafntefli við Leeds á útivelli í dag, þá var Mesut Özil að leika sér heima á samfélagsmiðlum.

Özil, sem er sagður þéna um 350 þúsund pund á viku, var ekki valinn í 25 manna hóp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum en hann er í frystikistunni hjá Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Freddie Ljungberg, sem stýrði Arsenal í átta leikjum á síðustu leiktíð, var sérfræðingur á Sky Sports í dag. Hann telur að Özil, sem er ekki duglegasti fótboltamaður í heimi - langt því frá, passi ekki inn í kerfi Arteta.

Það var tekin saman tölfræði fyrir leikinn í dag þar sem því var komið á framfæri að Özil hafi skapað flest færi í Arsenal miðað við hverjar 90 mínútur frá byrjun síðasta tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Özil hefur aðeins spilað 18 sinnum.

Patrice Evra, sem var sérfræðingur með Ljungberg í dag, er á því að Özil eigi heima í liði Arsenal, en Lundúnaliðið hlýtur að geta notað hann, sérstaklega í ljósi þess að liðið hefur ekki skorað úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en sjö klukkustundir. Liðið hefur aðeins skorað níu mörk, en það er það minnsta sem liðið hefur skorað í deildinni eftir níu leiki síðan 1986.

Özil hefur verið mjög virkur á Twitter síðustu vikur. Í dag reifst hann við fjölmiðlamanninn Piers Morgan á meðan leiknum stóð. Morgan skrifaði að hann óskaði sér að Özil myndi fara frá Arsenal.

Özil svaraði því og sagði: „Piers, var þetta í raun og veru þú? Eða var síminn þinn hakkaður?"

Morgan er fyrrum ritstjóri enskra götublaða en hann hefur verið ásakaður um það í starfi sínu sem ritstjóri News of the World og Daily Mirror að hafa heimilað símahleranir. Özil var greinilega að skjóta á það þarna en tístið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner