Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. nóvember 2021 15:12
Elvar Geir Magnússon
Maguire: Við leikmenn þurfum líka að axla ábyrgð
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá Manchester United í kjölfarið á döprum árangri liðsins. Fyrirliðinn Harry Maguire segir að leikmenn þurfi líka að taka ábyrgð.

United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við vitum að við höfum ekki verið nægilega góðir. Frammistaðan að undanförnu hefur alls ekki verið ásættanleg," segir Maguire.

Eftir 4-1 tap gegn Watford um helgina er United tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Stjórinn ræddi við okkur. Þetta var tilfinningaríkur dagur. Við berum mikla virðingu fyrir honum. Úrslitin að undanförnu hafa ekki verið nægilega góð og því miður þurfti Ole að gjalda fyrir það."

„Við höfum ekki verið að standa okkur, hvorki sem einstaklingar né lið. Þegar liðið stendur sig ekki þá eru úrslitin ekki góð. Við þurfum að taka ábyrgð á því," segir Maguire.
Athugasemdir
banner
banner