Suður-Afríka 2 - 1 Angóla
1-0 Oswin Appollis ('21 )
1-1 Show ('35 )
2-1 Lyle Foster ('79 )
1-0 Oswin Appollis ('21 )
1-1 Show ('35 )
2-1 Lyle Foster ('79 )
Lyle Foster, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley, var hetja Suður-Afríku sem marði 2-1 sigur á Angóla í B-riðli Afríkukeppninnar í kvöld.
Oswin Appollis kom Suður-Afríku yfir á 21. mínútu er hann fékk boltann vinstra megin í teignum eftir fyrirgjöf frá hægri. Hann hótaði skoti og plataði tvo varnarmenn áður en hann þrumaði boltanum í netið.
Angóla-menn bönkuðu á dyrnar á næstu mínútum og kom jöfnunarmarkið fyrir rest er Fredy átti aukaspyrnu inn á nærsvæðið þar sem Show var mættur til að tækla boltann í netið.
Tshepang Moremi kom inn á hjá Suður-Afríkumönnum í síðari hálfleiknum og skoraði með stórkostlegu skoti sem hefði verið fyrsta mark hans fyrir landsliðið, en markið var tekið af þar sem Foster hafði áhrif á leikinn úr rangstöðu.
Mbekezeli Mbokazi átti hörkuskot í þverslá skömmu síðar og þá áttu Angóla-menn líka sín færi en það var Foster sem tók öll stigin fyrir Suður-Afríku með laglegu skoti á 79. mínútu.
Frábær byrjun á mótinu hjá Suður-Afríku og þá sérstaklega góð stig þar sem liðið mætir næst Egyptum á meðan Angóla spilar næst við Simbabve.
Athugasemdir



