Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 14:03
Elvar Geir Magnússon
Býst við fréttum af Bruno á aðfangadag - Ótrúleg staðreynd þegar kemur að meiðslum
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, meiddist í tapinu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Óttast er að hann verði frá í nokkurn tíma.

Það er ótrúleg staðreynd að Bruno hefur aðeins misst af tveimur leikjum vegna meiðsla síðan hann kom til Manchester United. Þeir voru vegna hnémeiðsla í maí 2024.

Rúben Amorim stjóri Manchester United hefur þegar útilokað þátttöku Bruno í leiknum gegn Newcastle og segir að fyrirliði sinn verði frá í einhverja leiki.

Portúgalski landsliðsmaðurinn virtist vera meiddur aftan í læri en ekki hafa verið gefnar út nánari upplýsingar um meiðsli hans

„Rúben Amorim verður á fréttamannafundi á aðfangadag, fyrir leikinn gegn Newcastle sem verður á öðrum degi. Ég býst ekki við nánari upplýsingum fyrr en þá," segir Simon Stone hjá BBC.

Eftir leikinn gegn Newcastle mun United spila við Wolves, Leeds og Burnley.
Athugasemdir
banner
banner