Hákon Arnar Haraldsson hefur átt geggjað tímabil með Lille í Frakklandi.
Hann hefur komið að sex mörkum í 15 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni með Lille en í heildina hefur hann komið að tíu mörkum í öllum keppnum.
Hann hefur komið að sex mörkum í 15 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni með Lille en í heildina hefur hann komið að tíu mörkum í öllum keppnum.
Hákon kemst inn á topp tíu listann yfir miðjumenn sem hafa komið að flestum mörkum í deildarkeppni á tímabilinu.
Á toppi listans er Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, sem hefur komið að tólf mörkum. Næstur er Nico Paz sem spilar í dag með Como en er framtíðarleikmaður Real Madrid.
Hákon er í níunda sæti listans en á honum er einnig Vitinha, miðjumaður Evrópumeistara Paris Saint-Germain.
Hér fyrir neðan má sjá listann í heild sinni.
Athugasemdir





