Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez náði þeim merkilega áfanga að skora ellefta vítaspyrnumark sitt í ensku úrvalsdeildinni úr jafnmörgum spyrnum.
Jimenez skoraði sigurmark Fulham undir lok fyrri hálfleiks er Douglas Luiz braut klaufalega á Kevin í teignum.
Mexíkóinn skoraði úr spyrnunni sem var hans ellefta vítaspyrnumark í deildinni.
Aðeins einn leikmaður er eins öruggur og Jimenez í sögu deildarinnar, en það er Fílabeinsstrendingurinn Yaya Toure sem skoraði úr öllum ellefu vítaspyrnum sínum með Manchester City.
Svakaleg tölfræði hjá þeim báðum en Jimenez hefur enn nægan tíma á þessu tímabili til að taka fram úr Toure.
Matt Le Tissier er ein öruggasta vítaskytta efstu deildar í sögunni. Hann skoraði úr 25 vítaspyrnum af þeim 26 sem hann tók í ensku úrvalsdeildinni. Hún var sett á laggirnar árið 1992 og skoraði Le Tissier úr fyrstu tveimur spyrnum sínum í deildinni, en klúðraði þriðju spyrnunni gegn Nottingham Forest.
11/11 - Fulham's Raúl Jiménez has the joint-best 100% penalty conversion rate in Premier League history (11/11) along with Yaya Touré. Flawless. pic.twitter.com/5C1LGcz0Yd
— OptaJoe (@OptaJoe) December 22, 2025
Athugasemdir



