Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Minamino sleit krossband - Missir líklega af HM
Mynd: EPA
Japanski leikmaðurinn Takumi Minamino verður frá í að minnsta kosti hálft ár eftir að hafa slitið krossband í leik Mónakó gegn Auxerre í 32-liða úrslitum franska bikarsins í gær.

Minamino meiddist eftir rúman hálftíma gegn Auxerre og fór af velli, en Mónakó hefur nú staðfest að hann sé með slitið krossband og þurfi að fara í aðgerð.

Við tekur langt endurhæfingarferli og ólíklegt að hann verði búinn að ná sér fyrir HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Minamino er einn af mikilvægustu leikmönnum japanska landsliðsins og oft fyrirliði í fjarveru Wataru Endo, leikmanns Liverpool.

Þetta er því stórt högg fyrir Japan sem er með Hollandi og Túnis í riðli á HM, en það á eftir að koma í ljós hvert fjórða lið riðilsins verður. Það er þó ljóst að það lið kemur frá Evrópu, en það verður Albanía, Pólland, Svíþjóð eða Úkraína.
Athugasemdir
banner
banner