Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Skoraði stórbrotið mark í endurkomusigri
Carlos Romero skoraði sturlað mark er Espanyol vann Athletic á útivelli
Carlos Romero skoraði sturlað mark er Espanyol vann Athletic á útivelli
Mynd: EPA
Athletic 1 - 2 Espanyol
1-0 Alejandro Berenguer ('38 )
1-1 Carlos Romero ('44 )
1-2 Pere Milla ('52 )

Espanyol lagði Athletic Bilbao að velli, 2-1, í 17. umferð La Liga í Baskalandi í kvöld.

Alejandro Berenguer kom heimamönnum í Bilbao yfir á 38. mínútu eftir mikið klafs. Boltinn barst til hans inn á teignum og náði hann að pota boltanum framhjá Marko Dmitrovic í markinu.

Áður en hálfleikurinn var úti tókst Carlos Romero að jafna metin með sturluðu marki. Aukaspyrna var hreinsuð frá og út fyrir teiginn á Romero sem tók hann viðstöðulaust á lofti og í vinstra hornið. Draumamark hjá Romero og eitt flottasta mark deildarinnar til þessa.

Espanyol nýtti sér meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar skoraði Pere Milla sigurmarkið en Tyrhys Dolan átti nánast allan heiðurinn af því. Hann fór illa með varnarmann Athletic á hægri vængnum og kom með frábæra sendingu fyrir markið á Milla sem gat ómögulega klúðrað tæpum einum metra frá markinu.

Flott endurkoma hjá Espanyol sem hefur verið að gera góða hluti á tímabilinu. Þetta var fjórði deildarsigurinn í röð hjá þeim og er liðið í 5. sæti með 33 stig en Athletic í 8. sæti með 23 stig.

Við leyfum jöfnunarmarki Romero að fylgja með en það má sjá hér fyrir neðan. Svakalegt mark hjá spænska bakverðinum.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner