Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. janúar 2022 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane ósammála sínum gamla liðsfélaga
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var ekki sammála sínum gamla liðsfélaga, Gary Neville, þegar kom að umdeildu atviki í leik Chelsea og Tottenham núna áðan.

Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, kom boltanum í netið en var dæmdur brotlegur af dómara leiksins.

Það var klárlega snerting en spurning er hvort það hafi verið nóg til að dæma brotið. Það fannst dómaranum en ekki eru allir sammála ákvörðuninni.

Neville lýsti leiknum og honum fannst markið eiga að standa. Keane, sem var sérfræðingur í setti, var ekki sammála.

„Gary hefur rangt fyrir sér. Þetta var fín skyndisókn hjá Tottenham. Mér fannst þetta var mark fyrst þegar ég sá þetta, en mér finnst dómarinn hafa 100 prósent rétt fyrir sér. Þegar þú ert að hlaupa á svona miklum hraða, þá er þetta nægilega mikil snerting," sagði Keane.

Sjá einnig:
Mark tekið af Kane - „Trúir ekki sínum eigin augum"
Athugasemdir
banner
banner
banner