Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
banner
   mán 23. janúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Botnliðið kallar Bednarek til baka frá Aston Villa
Bednarek í baráttu við Jack Grealish.
Bednarek í baráttu við Jack Grealish.
Mynd: EPA
Pólski varnarmaðurinn Jan Bednarek hefur verið kallaður til baka í Southampton eftir lánsdvöl hjá Aston Villa.

Bednarek, sem er 26 ára, gekk í raðir Villa á lánssamningi síðasta sumar en kom aðeins við sögu í fimm deildarleikjum hjá félaginu.

Hann hefur samtals spilað átta mínútur í síðustu átta leikjum.

„Allir hjá Aston Villa vilja þakka Jan fyrir hans þjónustu og óska honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu Villa.

„Mér fannst við geta nýtt okkur hans reynslu, leiðtogahæfileika og rödd. Við erum með nokkra unga miðverði en sumir af þeim eru á sínu fyrsta tímabili í deildinni," segir Nathan Jones, stjóri Southampton.

Southampton er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Aston Villa í því ellefta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner