Kristinn Ásgeir Þorbergsson er genginn í raðir Ægis en hann kemur frá nágrönnunum í Árborg.
Hann á að baki meistaraflokksleiki með KFR, Hamri, Selfossi og Árborg. Hann er 22 ára sóknarmaður sem hefur skorað 70 mörk í 142 KSÍ leikjum. Hann skoraði 17 mörk í 18. leikjum i 4. deidinni síðasta sumar. Hann endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bjarka Sigurjónssyni í KÁ.
Hann er annar leikmaðurinn sem Ægir, sem er nýliði í Lengjudeildinni, krækir í þennan veturinn. Markús Máni Jónsson kom frá Víði Garði milli jóla og nýárs.
Hann á að baki meistaraflokksleiki með KFR, Hamri, Selfossi og Árborg. Hann er 22 ára sóknarmaður sem hefur skorað 70 mörk í 142 KSÍ leikjum. Hann skoraði 17 mörk í 18. leikjum i 4. deidinni síðasta sumar. Hann endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bjarka Sigurjónssyni í KÁ.
Hann er annar leikmaðurinn sem Ægir, sem er nýliði í Lengjudeildinni, krækir í þennan veturinn. Markús Máni Jónsson kom frá Víði Garði milli jóla og nýárs.
Tilkynning Ægis
Kristinn Ásgeir eða Kiddi eins og hann er oftast kallaður hefur gengið til liðs við Ægi frá Árborg. Hann er 22 ára gamall sveitastrákur og alinn upp í Rangárþingi Ytra og lék í yngri flokkum með KFR, ÍBV og Selfoss. Hann á meistaraflokksleiki með KFR, Hamar, Selfoss og Árborg.
Kiddi er kraftmikill sóknarmaður með góðan skotfót og markanef. Hann hefur leikið alls 142 KSÍ leiki og skorað í þeim 70 mörk. Hann raðaði inn mörkunum í 4.deildinni síðasta sumar með Árborg með 17 mörk í 18 leikjum. Nú reynir hann við sig á stærra sviði og við höfum fulla trú á að það gangi vel hjá okkar manni. Hann hefur verið að æfa með liðinu í haust og komið virkilega vel inn í hópinn. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til að sjá hann í Ægis treyjunni á þessu ári.
Athugasemdir



